Ísland fallegast en erfiðast að búa í.

Menningarsjokk orsakast af álaginu sem fylgir því að skipta um umhverfi.

Segja má að landsmenn hafi skipt um umhverfi í lok september, byrjum október 2008 og gætu því þjáðst af menningarsjokki.

Einkennin eru samkvæmt skilgreiningu Alþjóðahús:

Pirringur, höfuðverkur eða magaverkur, of miklar áhyggjur af heilsu, Þreyta, einmanaleiki, vonleysi
tortryggni , heimþrá , minna starfsþrek, einbeitingarskortur, reiði, kvíði, höfnunartilfinning og að
forðast samskipti við annað fólk. Ég verð að segja að sum þessara einkenna hef ég fundið fyrir síðan kreppan skall á, meira en áður.

Önnur einkenni er ég mikið að spá í núna og það er:

·         Margt er  afstætt

·         Allt er í heiminum hverfullt.

Eins og komið hefur fram áður þá hef ég verið greind með menningarsjokk við það að flytja heim eftir 6 ára dvöl í Afríku  ´98 og kallaðist öfugt menningarsjokk, ég fékk nefnilega ekki menningarsjokk þegar ég flutti út til Afríku heldur þegar ég kom heim, tók mig þó nokkurn tíma að jafna mig. Þá voru helstu einkennin :

·         Að allt var Hégómi

·         Að allt var Óþarfa bruðl

Miðað við að hafa búið erlendis; Afríku 6 ár, Englandi 7 ár, Flateyri 6-7 ár, ferðast til um 30 landa sum þeirra oft og mörgum sinnum í lengri eða styttri tíma og búið í Reykjavík þar á milli , þá er Ísland fallegast en erfiðast að búa á, allavega hvað andlega þáttinn varðar. Þetta ætti að vera verðugt rannsóknarefni fyrir heilsugeirann og stjórnvöld.

Bara hugleiðing og upprifjun.